Námskeið

Skapandi leiðir til velferðar – áhrifaríkar leiðir til þess að auka velferð í lífi og starfi og virkja eigin sköpunarkraft til þess að auka lífsgæði okkar.

Farsæl starfslok – ýmis hagnýt verkfæri fyrir starfslokin til þess að auka lífsgæðin með því að skapa ný tækifæri og efla félagsleg tengsl.

Skapandi stjórnun 
– kynntar eru gagnreyndar leiðir í farsælli stjórnun m.a. með verkfærum Jákvæðrar sálfræði .

Frá hugmynd til framkvæmdar 
– hönnunarferli hugmynda allt frá hugarflugi, prófun, útfærslu og framkvæmd.

Jákvæð sálfræði 
– undirstöðu þekking á faginu og gagnreyndum aðferðum til þess að auka velferð og hamingju í lífi og starfi.

Menningarstjórnun 
–  helstu þættir listrænnar stjórnunnar, hnitmiðaðrar markaðssetningar, uppbyggingar baklands og reksturs.

Jákvæð forysta–fjallað um ýmsar leiðir uppbyggilegrar stjórnunar og kynntar rannsóknir og raunveruleg dæmi (case studies) sem sýna fram á eflandi áhrif jákvæðrar forystu.

Styrkleikavinnustofa 
–viðurkenndar leiðir til að greina og þekkja sína styrkleikana og nota þannig að þeir njóti sín sem best í lífi og starfi.

Starfsendurhönnun 
– eru styrkleikar mínir að nýtast í núverandi starfi og er ég að nýta hæfni mína og kunnáttu til fulls?

Stefnumótun 
– ferlið frá því að móta skýra framtíðarsýn, hlutverk og gildi ásamt  markmiðum, aðgerðaráætlun og innleiðingu. 

Hvað gefur mér orku og gleði? 
–  hvernig getum við aukið sjálfsþekkingu okkar og virkjað innri áhugahvötina?

Léttum okkur  lífið 
– hvaða bjargráð standa okkur til boða til þess að efla velferð og hamingju?

Námskeið og vinnustofur

Námskeiðin eru mjög fjölbreytt og geta nýst bæði teymum, fyrirtækjum og stofnunum. Þau henta öllum sem vilja auka þekkingu sína á vísindalega viðurkenndum leiðum til þess að auka velferð og kynna sér skapandi leiðir til þess að nýta í lífi og starfi. Einnig er hægt að bóka sérsniðnar vinnustofur og námskeið eftir þörfum hverju sinni. 

Skapandi leiðir til velferðar

Hvernig virkjum við skapandi leiðir til lausna og velferðar í lífi og starfi? Þetta er meðal þess sem fjallað er um á námsskeiðinu. Þátttakendur fá að kynnast ýmsum leiðum með það að markmiði að efla velferð í lífi og starfi.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:

✔Ýmsar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði s.s. styrkleikagreiningar og jákvæð inngrip.

✔Hvernig við getum eflt eigin sköpunarkraft til þess að skapa okkur það líf sem gefur okkur mesta hamingju.

✔Hvernig við virkjum eigin áhughvöt og flæði í lífi og starfi.

✔Hvaða leiðir eru færar til þess að verða ánægðasta úgáfan af okkur sjálfum.

Ávinningur námskeiðsins:
✔ Fleiri verkfæri í velferðar verkfærakistuna.
✔ Aukin þekking og innsýn í leiðir til þess að auka lífshamingjuna.
✔ Hvatning og frumkvæði til þess að styrkja eigin velferð og líðan.

Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á skapandi aðferðum til þess að auka lífsgæði sín og rækta eigin sköpunarkraft og gleði.

Farsæl starfslok

Nýtt upphaf

Starfslokin eru mikilvæg tímamót í lífi okkar og til þess að takast á við þær breytingar á farsælan hátt skiptir góður undirbúningur sköpum. Á námskeiðinu verða kynntar ýmsar hagnýtar aðferðir til þess að auka möguleika okkar á að njóta þessa æviskeiðs og eiga ánægjuleg starfslok.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:

  • Gagnreyndar aðferðir til að styrkja velferð og hamingju með nálgun jákvæðrar sálfræði.
  • Skipulögð og áhyggjulaus starfslok, helstu réttindi og ferlið að hefja töku eftirlauna.
  • Hvernig við eflum félagsleg tengsl, aukum virkni og sköpum okkur ný tækifæri.
  • Persónulega stefnumótun og markmiðasetningu.

Ávinningur námskeiðsins:

  • Aukin öryggistilfinning og skýr sýn.
  • Hagnýt þekking og innsýn.
  • Hæfni til þess að auka eigin velferð og efla heilsu.

 

Námskeiðið veitir ýmis hagnýt verkfæri til undirbúnings fyrir starfslokin og er ætlað vinnustöðum sem vilja styðja við farsæl starfslok starfsfólks með velferð þeirra að leiðarljósi.

Steinunn Ragnarsdóttir hefur verið leiðandi stjórnandi í menningarlífi landsins um árabil. Árið 2018 lauk hún þriggja ára Fellowship námi í skapandi stjórnun og stefnumótun frá  háskólanum í Maryland á vegum DeVos Institute for Arts Management og Executive leadership námi frá Harvard Business School árið eftir.

Steinunn hefur einnig lokið diplomanámi á meistarastigi í  jákvæðri sálfræði. Hún hefur viðurkennd réttindi í LEGO® SERIOUS PLAY® aðferðinni og hefur setið í stjórn alþjóðlega sviðslistasambandsins um árabil. Hún starfar sem ráðgjafi víða um heim og kemur reglulega fram á alþjóðlegum ráðstefnum þar sem hún tekur þátt í umræðum og heldur erindi um skapandi leiðir til árangurs og velferðar.

Endurgjöf

Ég eignaðist betri sjálfsvitund og þekkingu á styrkleikum mínum bæði í lífi og starfi á vinnustofunni.

Frábært námskeið sem virkilega opnaði hugann og gaf mér kraft og orku.

Námskeiðið var mjög skemmtilegt og ég upplifði mikla hvatningu og bjartsýni.

Ég upplifði skýrari sýn á markmiðin mín og sköpunarhæfileika eftir námskeiðið.

Námskeiðið gaf mér meira sjálfstraust og trú á eigin getu.

Steinunn er frábær leiðbeinandi og hefur mikla þekkingu og ástríðu fyrir viðfangsefninu sem hún miðlar á persónulegan og lifandi hátt.

Ég eignaðist nýja þekkingu á námskeiðinu sem ég er spennt að byrja að nota.

Steinunn hefur mikla reynslu sem stjórnandi og veitti mér mikinn innblástur!

Fyrirlestrar

Hvernig leiðtogi viltu vera? –hvað einkennir góðan leiðtoga? Fjallað er um árangursríkar aðferðir til þess efla leiðtogahæfni og sjálfsþekkingu ásamt leiðum til þess að bregðast við þeim áskorunum, streitu og álagi sem óhjákvæmilega fylgja stjórnunarstörfum.

Farsæl starfslok – nýtt upphaf – kynntar eru ýmsar hagnýtar og gagnreyndar leiðir til þess að eiga ánægjuleg og vel skipulögð starfslok þar sem leiðarljósin eru að skapa ný tækifæri, auka virkni og félagsleg tengsl ásamt því að efla frumkvæði og sjálfsþekkingu.

Jákvæð öldrunhvers vegna ætli orðspor öldrunar sé svona slæmt þegar rannsóknir sýna að bæði lífshamingja og tilfinningagreind aukast í mörgum tilfellum með aldrinum?  Fjallað er um mýturnar sem tengjast öldrun og hvernig viðhorf okkar til þeirra skiptir sköpum.

Virkjaðu áhugahvötina þína – hvað gefur okkur orku og gleði? hvernig getum við skapað og tengt okkur við tilganginn með störfum okkar þannig að við brennum fyrir þau?

Fjölmenning á vinnustað –fjallað er um helstu þætti fjölmenningar og hvernig hægt er að virkja þá styrkleika sem felast í fjölbreytninni, ásamt því að fyrirbyggja áskoranir og bregðast við þeim á faglegan hátt með velferð og öryggi starfsfólks að leiðarljósi.

Hafa allir skapandi hæfileika? – hvernig eflum við skapandi hugsun og virkjað hana? Kynntar ýmsar leiðir til þess að virkja sköpunarkraftinn okkar í lífi og starfi.

Að líða vel í vinnunni – fjallað eru um hvaða þættir leggja grunninn að góðri líðan á vinnustað, starfsánægju og framlegð ásamt áhrifaríkum leiðum til að fyrirbyggja á kulnun og skapa farsæla vinnustaðamenningu.

Það fær enginn hugmynd í vondu skapi – hvaða áhrif hefur líðan okkar á skapandi hugsun og hvaða leiðir eru okkur færar til þess að halda álagi og streitu í lágmarki?

Menningarstjórnun – kynntir eru mikilvægustu þættir viðburðastjórnunar, markaðssetningar og uppbyggingu baklands í skapandi rekstri.

Að halda jafnvægi í mótvindi– fjallað er um ýmis bjargráð sem efla seiglu þegar á móti blæs og hvernig við vinnum úr því álagi sem óhjákvæmilega fylgja stjórnunarstörfum.

Fyrirlestrar

Fyrirlestrarnir eru sérsniðnir eftir óskum hverju sinni, en hér eru nokkrir þeirra sem hægt er að velja úr og bóka;

Ráðgjöf

Skapandi stjórnun

Stjórnunarþjálfun og ráðgjöf

Listræn stjórnun og rekstur

Ráðningar og teymisuppbygging

Skapandi frumkvöðlastarf

Stefnumótun listastofnanna

Viðburðastjórnun og dagskrárgerð

Menningarhús – undirbúningur og mótun

Reglugerðir og lagasetning í listum

Menningarferðaþjónusta

Sviðslistir – framtíðarsýn og þróun

Styrkir til menningar og lista

Endurhönnun starfa

Endursköpun vinnustaðarmenningar

Alþjóðleg ráðgjöf

Ég hef starfað sem ráðgjafi um árabil á ýmsum sviðum stjórnunar, lista og menningar. Verkefnin hafa flest verið vegna sviðslista, menningarhúsa, skapandi stjórnunar ásamt starfsemi og stefnumótunnar sviðslistastofnanna víða í Evrópu, á Norðurlöndum og í Baltnesku löndunum.

Hafðu samband

Sláðu á þráðinn í síma +354 891 7677 eða sendu mér tölvupóst á netfangið steinunn@confirma.is
Phone: +354 891 7677  // Email: steinunn@confirma.is

© Steinunn Ragnarsdóttir. All rights reserved.