Steinunn Ragnarsdóttir​

LSP_CertifiedFacilitator_Logo_RedBlack_Final_101416_Web_NObackground

Ég starfa sem alþjóðlegur ráðgjafi og leiðbeinandi og legg áherslu á skapandi leiðir til árangurs og velferðar.

Ég býð upp á námskeið, vinnustofur og fræðslu fyrir vinnustaði, stofnanir og stjórnsýslu. Ég leiði stefnumótun með hefðbundnum aðferðum, en einnig með LEGO® SERIOUS PLAY® aðferðinni þar sem skapandi lausnir og viðskiptaþróun mætast með nálgun jákvæðrar sálfræði.

Einnig held ég erindi og fyrirlestra, leiði fundi og umræður á ráðstefnum og öðrum viðburðum.

Mín ástríða er að efla aðra til árangurs og grósku með því að laða fram það sem í þeim býr og deila minni þekkingu og reynslu.

Leiðarljós

T.R.A.U.S.T

Trúnaður

Við höfum trúnað að leiðarljósi og sköpum öruggt og traust umhverfi.

Réttlæti

Samskipti okkar byggjast á réttlæti, sanngirni og virðingu.

Ábyrgð

Við tökum ábyrgð á okkar ákvörðunum og hvetjum aðra til að gera það sama.

Umburðarlyndi

Við sýnum umburðarlyndi og setjum okkur í spor annarra.

Styrkleikar

Við eflum styrkleika okkar sem grunn að velferð, árangri og sjálfsþekkingu.

Tækifæri

Við sjáum tækifæri í áskorununum og nýtum þau í þágu velferðar og grósku.

Að vera trúr sinni sýn og missa aldrei sjónar af henni. Það er mikilvægasta leiðarljósið!

Þjónusta í boði

Námskeið og vinnustofur

Ég býð upp á fjölbreytt námskeið og vinnustofur sem henta vel þeim sem vilja auka þekkingu sína á vísindalega viðurkenndum aðferðum til þess að auka velferð sína og ná betri árangri í lífi og starfi. Ég legg áherslu á verklegar æfingar á vinnustofunum til þess að laða fram það sem í þátttakendum býr. Hægt að bóka sérsniðin námskeið ef óskað er.

LEGO® SERIOUS PLAY®

Er lausnamiðuð aðferð sem laðar fram þekkingu og hugmyndir. Hún er árangursrík aðferð til stefnumótunnar sem nýtist vel þar sem sköpun og viðskiptaþróun mætast. Ég hef viðurkennd réttindi til þess að leiða vinnustofur með LSP, en hver vinnustofa hefst með viðtali til þess að gera áætlun um tímalengd og markmið.

Fyrirlestrar og ráðgjöf

Fyrirlestrarnir fjalla m.a. um ýmsar gagnreyndar leiðir til þess að auka velferð og hamingju með aðferðum jákvæðrar sálfræði, en geta einnig verið sérsniðnir eftir óskum hverju sinni. Ég hef starfað við alþjóðlega ráðgjöf um árabil á sviði lista, skapandi stjórnunnar og sviðslista ásamt mótun tónlistarhúsa, starfsemi þeirra og menningarlegu mikilvægi fyrir samfélög.

Tengivagninn

Er öðruvísi tengslatorg sem hefur það að markmiði að efla félagsleg tengsl milli fólks t.d. á ráðstefnum, starfsdögum, hátíðum og ýmsum viðburðum með það að leiðarljósi að sá ókunnugi er aðeins vinur sem þú hefur ekki hitt ennþá. Samtölin eiga sér alltaf stað á milli tveggja einstaklinga í senn, en mögulegt að skipuleggja mörg slík samtöl samtímis ef óskað er.

Umsagnir

Steinunn Ragnarsdóttir is a remarkable arts leader who has worked wonders in her carreer.  She has a rare combination of intelligence, insight and entrepreneurial spirit.  She has much to teach us all.

Michael M. Kaiser

Chairman, DeVos Institute of Arts Management at the University of Maryland
President Emeritus, John F. Kennedy Center for the Performing Arts

Steinunn transformed our strategic planning process into an inspiring and creative journey. 
Her unique blend of vision, insight, and positivity has been invaluable in advancing our organization’s goals.

Dr. Amy Stebbins

Chair of New Opera Dialogues

Steinunn has very strong organizational and leadership qualities, an ability to work well with others and a profound experience in culture. The cooperation with Steinunn Ragnarsdóttir had an extremely beneficial effect on Lithuanian culture. 

Donatas Katkus PhD

Founder and Director of Kristoforo Kamerinis Orkestras 1994- Conductor – Musicologist – Professor

Steinunn has been instrumental for Iceland becoming a global force in music and creativity. The
positivity and openness to new ideas and technologies makes Steinunn an inspiration to all who
work with her.

Edward Arenius

Associate Principal|Venue Consulting
Arup

Steinunn Ragnarsdóttir is a vastly experienced leader and an excellent speaker about leadership in the creative field.

Virpi Haavisto

Founder & Director of Creative Leaders Forum

Steinunn is a great professional dedicated to culture and creative leadership and a great representative of her beautiful country.

Jānis Jenzis

GM of Opera Hotel Riga,
Consultant and Professor

Steinunn comes to every challenge with insights that reflect her background as an artist, administrator and most significantly, that of a leader.

David Baile

Chief Executive Officer
ISPA

Hafðu samband

Sláðu á þráðinn í síma +354 891 7677 eða sendu mér tölvupóst á netfangið steinunn@confirma.is
Phone: +354 891 7677  // Email: steinunn@confirma.is

© Steinunn Ragnarsdóttir. All rights reserved.