Tengivagninn

Fjölmargar rannsóknir sýna að góð félagsleg tengsl eru mikilvægasti áhrifaþátturinn á lífshamingju okkar og sjálfsmynd ásamt því að efla tilfinninguna fyrir því að tilheyra og skipta máli.

Markmið Tengivagnsins er að efla þessi félagslegu tengsl og velferð með því að auka samhygð og traust, en þar hittist fólk sem hefur ekki þekkist áður og deilir sögum sínum og upplifunum.

Tilgangur Tengivagnsins er að byggja brýr á milli fólks, og eyða fordómum með því að skapa jákvæða upplifun og tengsl í öruggu umhverfi.

Tengivagninn er vettvangur jákvæðra tengsla á milli fólks t.d. á ráðstefnum eða starfsdögum eða hátíðum og ýmsum viðburðum.

Farþegar Tengivagnsins fá tækifæri til þess að eiga innihaldsríka samveru með það að leiðarljósi að hinn ókunnugi er aðeins vinur sem þú hefur ekki hitt ennþá.

Samtölin eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í senn, en mögulegt að skipuleggja mörg slík samtöl samtímis á fjölmennum viðburðum og ráðstefnum.

Hafðu samband

Sláðu á þráðinn í síma +354 891 7677 eða sendu mér tölvupóst á netfangið steinunn@confirma.is
Phone: +354 891 7677  // Email: steinunn@confirma.is

© Steinunn Ragnarsdóttir. All rights reserved.