Sagan mín

Ég fæddist í Reykjavík og ein mín eftirminnilegasta upplifun var þegar ég var sex ára í bílskúrnum með pabba að hlusta á Kanaútvarpið. Þar heyrði ég fyrst hæga kaflann í Pathetique sónötunni eftir Beethoven og varð svo snortin af töfrum tónlistarinnar að ég upplifði algjört algleymi. Þegar verkinu var lokið leit ég upp og sagði við pabba “ þetta langar mig að gera þegar ég verð stór”. Pabbi svaraði “já auðvitað” og viku síðar fékk ég að fara í minn fyrsta píanótíma. Sem betur fer hafði ég tónlistarhæfileika og fyrri helminginn af starfsævinni starfaði ég sem píanóleikari. Það tók mig fjögur ár að læra verkið nægilega vel til þess að flytja það á tónleikum. Þetta varð mín fyrsta reynsla af því að setja langtímamarkmið og reyndist einnig góð þjálfun í sjálfsaga og úthaldi.

Ég flutti aftur til Íslands eftir að hafa eytt áratug í Bandaríkjunum og á Spáni þar sem ég fékk mjög góða menntun og vann með frábæru fólki. Stuttu síðar stofnaði ég Tónlistarhátíðina í Reykholti sem er ennþá starfrækt og ég er mjög stolt af.  Árið 2010 tók ég við stöðu tónlistarstjóra Hörpu og fimm árum síðar var ég ráðin sem óperustjóri Íslensku Óperunnar.

Þessi stjórnunarstörf hafa gefið mér ómetanlega reynslu í stjórnun og rekstri sem er gunnurinn að mínum störfum  sem alþjóðlegur ráðgjafi leiðtoga og stjórnenda í ýmsum skapandi greinum sem og í viðskiptalífinu.

Það gefur mér gleði og orku að efla aðra til árangurs og grósku og ég hef mikla ástríðu fyrir fræðslu og því að styrkja hlutverk lista og menningar í velferð einstaklinga og samfélaga.

Ég tek mið af styrkleikum þeirra sem ég vinn með ásamt gagnreyndum leiðum til velferðar og árangurs. Mér hefur verið gefin sú endurgjöf að samstarfið hafi verið hvetjandi og leitt til árangurs og lausna. Ég met þá endurgjöf mjög mikils.

Umsagnir

„Not only does Steinunn Ragnarsdóttir bring decades of artistic and managerial expertise to the table, she has a unique ability to infuse joy and energy into everything she does. As an executive coach for New Opera Dialogues, Steinunn transformed our strategic planning process into an inspiring and creative journey. Her unique blend of vision, insight, and positivity has been invaluable in advancing our organization’s goals.” 

Dr. Amy Stebbins
Chair of New Opera Dialogues

Steinunn Ragnarsdóttir is a remarkable arts leader who has worked wonders in her carreer.  She has a rare combination of intelligence, insight and entrepreneurial spirit.  She has much to teach us all.

Michael M. Kaiser

Chairman, DeVos Institute of Arts Management at the University of Maryland
President Emeritus, John F. Kennedy Center for the Performing Arts

One of Steinunn Ragnarsdóttir’s many strengths is her perspective. She comes to every challenge with insights that reflect her background as an artist, an administrator, and most significantly, that of a leader. Steinunn is able to bring a practiced approach to develop solutions in concert with a team or independently. I would not hesitate to provide the highest of recommendations to Steinunn’s work and would gladly collaborate with her again!

David Baile

Chief Executive Officer
International Society for the Performing Arts

I had a pleasure to cooperate with Steinunn Ragnarsdottir on several occasions: as moderator for discussion of culture professionals about the future of of young people in the field of culture, also as an advisor to the Minister of Culture of Latvia and coorganiser of discussion about acoustic concert halls in Europe. The cooperation always has been a pure pleasure. Steinunn has an amazing talent to bring very deep perspective of the topic up, share great ideas and do it in a a very light and friendly, and inspiring manner. She is a great professional dedicated to culture and creative leadership and a great representative of her beautiful country.

Jānis Jenzis 

president of the Society of Restaurants of Latvia, 
General manager of the Opera Hotel Riga 
,consultant and professor

Steinunn Ragnarsdóttir is a vastly experienced leader and an excellent speaker about leadership in the creative field. She participated in our international Creative Leaders Forum events as a panelist in Helsinki and Tallinn in 2024. Her way of communicating about her experience as a creative leader, and interacting with the other participants of the talk, as well as with the audience, is extraordinary. As well as being very experienced as a leader and inspiring as a speaker, she is also very warm and delightful as a human being. It was an absolute bliss to collaborate together with Steinunn. Looking so much forward to our next collaboration together.”

 

Virpi Haavisto

Founder & Director of Creative Leaders Forum 
Executive & Team Coach at Avantage

Steinunn is a person of many talents. She is an accomplished performer who also has very strong organizational and leadership qualities. In addition to her creative and organizational talents she has a warm personality, an ability to work well with other people and a profound experience in culture. The cooperation with Steinunn Ragnarsdóttir had an extremely beneficial effect on Lithuanian culture.   

 

 

Donatas Katkus PhD

Founder and Director of Kristoforo Kamerinis Orkestras 1994- Conductor – Musicologist – Professor

Steinunn has been instrumental for Iceland becoming a global force in music and creativity. Her passion and joyous personality as the CEO and Artistic Director of the Icelandic Opera have led to the company to gain a global audience and international recognition. Under her leadership Steinunn has weighed the balance between tradition and innovation. She has fostered international collaborations with outstanding artists as well as leading institutions and organizations. The positivity and openness to new ideas and technologies makes Steinunn an inspiration to all who work with her.

Edward Arenius

Associate Principal

Venue Consulting
Arup

 

Menntun

MSc Diploma frá Háskóla Íslands í jákvæðri sálfræði.

Chief Executive Program Harvard Business School, Cambridge USA í samstarfi við NAS (National Arts Strategies)

Þriggja ára Fellowship meistaranám í stjórnun og stefnumótun við University of Maryland USA á vegum DeVos Institute for Arts Management.

Meistaragráða í píanóleik frá New England Conservatory of Music, Boston USA.

Einleikarapróf á píanó og píanókennarapróf –Tónlistarskólinn í Reykjavík.

Viðurkenndur leiðbeinandi í LEGO® SERIOUS PLAY® aðferðinni fyrir skapandi lausnir og stefnumótun.

Ýmis námskeið, vinnustofur í stjórnun, frumkvöðlaferli, markaðssetningu, jákvæðri sálfræði o.fl

Starfsreynsla

Óperustjóri Íslensku óperunnar.

Tónlistarstjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Stofnandi og framkvæmdastjóri Confirma ehf.

Stofnandi Upptaktsins – Tónsköpunarverðlauna barna og ungmenna.

Stofnandi og listrænn stjórnandi Tónlistarhátíðarinnar í Reykholti.

Píanóleikari – útgáfa geisladiska og tónleikar hérlendis og erlendis.

Ráðgjafi Írska menningarmálaráðuneytisins við stofnun Írsku þjóðaróperunnar Irish National Opera.

Ýmis ráðgjafaverkefni fyrir Menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg varðandi stefnumótun og reglugerðir í menningu og listum.

Stjórnir og nefndir

Fulltrúi í stjórn alþjóðlega sviðslistasambandsins (International Society for the Performing Arts).

Formaður Governance Committee hjá ISPA í New York.

Listrænn stjórnandi ISPA ráðstefnunnar Transitions í New York 2019.

Stjórnarformaður SAVÍST (Samtök atvinnurekenda í sviðslistum og tónlist).

Stjórnarformaður Listráðs Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Varaformaður Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar.

Sæti í verkefnavalsnefnd Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Stofnandi og meðlimur í stjórn norrænu – baltnesku hátíðarsamtakanna.

Hafðu samband

Sláðu á þráðinn í síma +354 891 7677 eða sendu mér tölvupóst á netfangið steinunn@confirma.is
Phone: +354 891 7677  // Email: steinunn@confirma.is

© Steinunn Ragnarsdóttir. All rights reserved.