LEGO® SERIOUS PLAY® vinnustofur
Skapandi leiðir til lausna og árangurs



Vinnustofur
Stefnumótun í rauntíma
Bætt samskipti á vinnustaðnum
Betri teymisandi
Aukið traust í teyminu
Árangursdrifið hugarfar
Vöruþróun og virðisauki
Fagleg sjálfsmynd teymis
Innleiðing frumkvöðlamenningar
Bætt frammistaða teymisins
Fræðsluáætlun vinnustaðarins
Bætt upplýsingarflæði
Samstilling markmiða í teyminu
Endurgjöf á vinnustaðnum
Viðskiptaþróun fyrirtækja
Auðkenni fyrirtækja og ásýnd
Frá hugmynd til framkvæmdar
Sköpun nýrra atvinnutækifæri
Öryggi á vinnustaðnum
Teymisfundir – endurbætt ferli
Innihaldsríkt líf þegar starfsferli lýkur
Verkaskipting í teyminu

LEGO® SERIOUS PLAY® er skapandi aðferð sem laðar fram þekkingu og hugmyndir með því að tengja þær við innsæið. Hún byggist á því að allir taka jafnan þátt í ferlinu og deila hugmyndum sínum.
LEGO®SERIOUS PLAY® er mjög árangursrík leið til þess að finna skapandi og raunhæfar lausnir við fjölþættum áskorunum.
Aðferðin hentar mjög vel sem hluti af stefnumótun og til þess að kalla fram lausnir í hinu flókna rými þar sem skapandi hugsun og viðskiptaþróun mætast.
Ég hef viðurkennd starfsréttindi sem leiðbeinandi í LEGO®SERIOUS PLAY® aðferðinni og er meðlimur í Assosiation of LSP Master Trainers.
Hver vinnustofa hefst með viðtali til þess að skilgreina áskorunina og skipuleggja hvernig aðferðin geti best komið að notum.
Síðan er gerð áætlun um tímalengd og markmið með hliðsjón af viðfangsefninu hverju sinni.
Vinnustofurnar eru mjög áhrifaríkar fyrir teymi, fyrirtæki og stofnanir sem vilja virkja skapandi hugsun og lausnir og geta verið allt frá þremur klukkustundum eftir því hvað viðfangsefnið er yfirgripsmikið.
Hafðu samband

© Steinunn Ragnarsdóttir. All rights reserved.